Holland

VIGFÚS SIGURÐSSON | 21. JANÚAR 2008 11:01
FÍLUS http://home.planet.nl/~thora.vigfus/filus.htm
FÍLUS (Félag Íslenskra Lækna Undir Sjávarmáli) er félag íslenskra lækna starfandi í Hollandi. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1987 en tveimur árum áður hóf Sjöfn Kristjánsdóttir fyrst íslenskra lækna sérnám hér í Hollandi. Félagið hefur aldrei verið fjölmennt en nú eru félagarnir aðeins 6talsins. Pétur Snæbjörnsson er sá síðasti sem bættist í hópinn en hann hóf hér störf í oktober 2007. Það er því tilfinnanlega þörf á nýjum félögum. Það væri afskaplega leitt ef sérnám íslenskra lækna í Hollandi kæmi til með að leggjast af. Sérstaklega með tilliti til þess að það hefur þótt styrkur hjá Íslenskum læknum að sækja sérnám til sem flestra landa. Við viljum því hvetja ungaíslenska kollega til að sækja um sérnám hér í Hollandi.
Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um sérnámið í Hollandi er bent á að hafa samband við einhvern af félögunum. Það eru allir reiðubúnir að veita upplýsingar og aðstoð. Einnig getur verið sniðugt að tala við "gamla" FÍLUS-félaga sem eru starfandi á Íslandi (sjá vefsíðu FÍLUS).
VIGFÚS SIGURÐSSON | 15. ÁGÚST 2008 07:31

Kæru kollegar,
Slóðin á vefsíðu FÍLUS er breytt. Hún er nú: http://home.kpn.nl/sigur000/filus.htm
Kveðja Vigfús

Noregur

VIÐAR MAGNÚSSON | 20. MAÍ 2007 21:11
Ég tók saman smá yfirlit um sérnám í svæfingum í Noregi fyrir nokkrum mánuðum fyrir einn áhugasaman. Læt það fylgja hér þannig að aðrir geti nýtt sér það ef þeir óska. Mun bæta við það og breyta eftir því sem ég kemst lengra í náminu hérna og upplifi fleiri staði og stöður. Reyni jafnframt að fá einhverja af þeim sem eru í öðrum greinum en svæfingum til að gefa komment.

Yfirlit varðarndi sérnám í svæfingum í Noregi:
Um er að ræða alls 5 ára nám. Þar af 1/2-1 ár í hliðargrein ("sideutdannelse") sem getur verið barnalæknisfræði, internal medisín, bráðalæknirfræði, eða önnur relevant vinna. 4-4 1/2 ár eru svo á svæfinga- og gjörgæsludeild (sjá http://www.legeforeningen.no/index.gan?id=1168&subid=0), þar af hálft ár gjörgæsla (amk 3 mán verða að vera samfelld vera en annars má safna saman gjörgæslureynslu). Reynsla frá ákveðnum sjúkrahúsum getur talið til sérnáms í svæfingum (sjá lista http://www.legeforeningen.no/index.gan?id=1170&subid=0). Um er að ræða tvo flokka sjúkrahúsa: Gruppe I og Gruppe II. Maður verður að vera amk 1 1/2 ár á Gruppe I, en það eru aðeins 6 sjúkrahús í þeim flokki í Noregi, Rikshospitalet og Ullevåll í Oslo, Haukeland í Bergen, og sjúkrahúsin í Stavangri, Trondheim, og Tromsö. Þar á maður að fá exponeringu fyrir öllum sérgreinum, þmt hjarta og heilakírurgíu. Hin sjúkrahúsin í gruppe II eru minni en hafa þann kostinn að þar eru ekki jafn margir um hituna og því fær maður mikla þjálfun á tiltölulega skömmum tíma. Einnig þarf maður að klára 260 tíma / einingar í kúrsum. Þar af eru 10 skyldukúrsar (222 tímar) sem dekka í aðalatriðum theoriuna á bak við svæfingarnar, en síðan eru margir kúrsar sem læknafélagið og háskólasjúkrahúsin standa fyrir sem eru töluvert spennandi. Einnig ætti maður að geta fengið kúrsa utan Noregs metna til eininga, en það er víst eitthvað aðeins meira mál (hef ekki látið á það reyna ennþá, en líst vel á það marga kúrsa að ég þarf ekki endilega á því að halda).

Ókosturinn við sérnámið í Noregi er að rotasjonir eru kannski ekki eins vel skilgreindar og í USA eða hjá Dönum (veit þó ekki hvernig þetta er innan gruppe I spítalanna) en kosturinn á móti er að það er hægt að raða tíma á deildum og kúrsunum inn eins og manni sjálfum hentar, þannig að maður á að geta klárað allt prógramið þrátt fyrir það að maður fái eitthvað metið. Auk þess er ekki jafn mikið flakk milli stofnana hjá þeim (sbr t.d. Danmörku) og sé maður búinn með ca. 18 mánuði af svæfingu og með einhverja reynslu af medisín eða barna ætti maður að komast beint inn á gruppe I spítala. Annars er fínt að taka smá tíma á gruppe II spítala eins og ég er að gera, ef mann vantar eitthvað upp á reynsluna í svæfingalæknisfræðinni. Þjálfun hérna er eflaust eitthvað misjöfn milli spítala, en maður ættir að geta fengið góða þjálfun á flestum þeirra staða sem bjóða upp á stöður sem eru viðurkenndar til sérnáms.

Laun og vinnuálag:
Launin hérna eru líklegast þau næstbestu af þeim löndum sem við horfum venjulega til varðandi sérnám (á eftir Bretlandi að teknu tilliti til skatta). Grunnlaunin ca. 500 þús ISK á mánuði (háð genginu) með föstu vaktaálagi, þar af sér maður ca. 60%, en meira ef þú skuldar húsnæðislán. Hvað varðar vinnuálag þá finnst mér það vera á sæmilegum level. Hvorki of stíft né létt. Þeir fylgja svo sem Evrópureglugerðinni varðandi vinnuálag, en ekkert of stíft. Ég vinn 7 vikna rúllu, með 7 vöktum og einni fríviku. Hins vegar hefur verið það mikið um aukavaktir að maður situr ekki auðum höndum og það er ágætis búbót. Þú ræður því hvort þú tekur aukavaktirnar út bara sem laun eða sem laun og frí að hluta (í DK eru t.d. að miklu leyti bara frí á móti aukavöktum). Ég hef verið að fá útborgað milli 300 og 450 þús ISK, en það er meira um aukavaktir yfir sumartímann og mér skilst að það sé ekki jafn mikið af aukavöktum á stærri sjúkrahúsunum (gruppe I). Finnist manni þrengja að er möguleiki á því að taka vaktir á læknavakt (Legevakten) og auka þannig töluvert við sig.

Að búa í Noregi:
Hér er finnst okkur fínt að vera (er með konu og eitt barn í leikskóla). Fólkið er mjög vingjarnlegt (að mínu mati meira svo en í Svíþjóð eða Danmörku, hef búið á báðum stöðum) og leggur sig fram um að skilja mann, þannig að maður er enga stund að koma sér innn í tungumálið. Ég var aðeins búinn að vera í Noregi í tæpa viku þegar ég fékk að heyra hvað ég talaði góða "Norsku"!!! Ég svaraði því til að ég héldi að ég hefði verið að tala Dönsku, en ef þeir væru sáttir þá myndi ég bara halda áfram á þessari braut. Norðmenn eru náttúrulega svolitlir lúðar, allir með Bergans poka á bakinu á gönguskíðum eða hjóli "på tur". En ef maður er spenntur fyrir því að hreyfa sig svolítið og upplifa fallega náttúru, þá eru fáir staðir betri, einkum fyrir þá sem eru áhugasamir um skíðamennsku. Það er hins vegar dýrt að búa hérna, en það er fátt sem kemur íslendingi á óvart (fyrir utan bílverð!!! sem er ca. 1,5x dýrara en á Íslandi eins og í DK). Launin vega hins vegar ágætlega á móti því og við erum ekkert í neinum sérstökum sparnaðargír dags daglega.

Þeim sem eru að hugleiða Noreg sem sérnámsland er velkomið að hafa samband.

með kveðju

Viðar Magnússon

vidmag@gmail.com

Gísli Björn Bergmann | 12. febrúar 2009 22:03
Það er greinilegt að við sem erum í Noregi verðum að taka til hendinni hér. Þið sem eruð í vandræðum með að fá stöður eða hefur verið seponerað í Svíþjóð ættuð að íhuga að skoða Noreg. Svipuð menning, betri laun og miðað við tölfræði stendur Noregur Svíþjóð jafnfætis í flestu. Það er kannski helst rannsóknir sem hafa staðið aftar hér í Noregi en það er greinilega að breytast því maður hefur á tilfinningunni (nb eftir 6 vikur þannig að það gæti verið misskilningur) að annar hver til tveir þriðju unglæknanna leggi stund á rannsóknir og margir hafa lokið eða vinna að doktorsgráðu. Langflestir sérfræðingar í fastri stöðu hafa doktorsgráðu og það er næstum orðið vonlaust að fá fasta sérfræðingsstöðu án slíkrar gráðu á Ríkisspítalanum og ég geri ráð fyrir að sama gildi um stóru sjúkrahúsin (Ulleval, Bergen, Stavanger, Þrándheim og Tromsö).

Fyrir þá sem eru með útþrá á alvarlegu stigi er oft auðveldara að fá stöður á minni stöðum fyrst og flytja sig eftir einhver misseri á milli staða. Ég er til dæmis með minni reynslu en þeir sem fengu stöðu um leið og ég þrátt fyrir að ég viti ekki um dæmi þess að menn hafi verið jafnlengi á svæfingunni heima sl. ár. (30 mánuði auk 12 mánaða annars staðar sem er metið inn í námið).

Praktísk atriði:
Sjúkrahús
Það eru sex sjúkrahús í Noregi sem tilheyra grúppu 1 sem er nauðsynleg til að ljúka sérnámi í flestum ef ekki öllum fögum. Set inn lækna eftir minni sem hafa lært þar og í sviga hvar þeir eru nú.

Ríkisspítalinn í Osló, Ulleval í Osló, Stavanger, Haukeland í Bergen, Þrándheimur ogTromsö

Með því að fara á www.lis.is í félagatalið er hægt að velja að sortera eftir landi. Þá fáið þið tæmandi lista yfir þá sem eru að læra í Noregi. Veit ekki hvernig best er að finna út heima hverjir hafa verið hér úti en líklega er einfalt að spyrja einhvern reyndan í sérgreininni og þá er líklegt að hann viti hvort einhver hafi lært í Noregi.

Starfsleyfi
Til þess að sækja um starfsleyfi í Noregi fer maður inn á www.safh.no. Þar kemur fram hvað maður þarf að senda. Í stuttu máli er það eftirfarandi:
Vottað afrit af útskriftarskírteini frá HÍ (eða þeim skóla sem þú lærðir í) – skrifstofa HÍ
Vottað afrit af lækningaleyfi á Íslandi - Landlæknir
Vottað afrit af starfsferilsskrá – LSH og aðrir vinnuveitendur
Vottað afrit af vegabréfi – sýslumaður þess bæjarfélags sem þú býrð í

Held þetta sé allt sem þarf en vissara að baktryggja siv með því að lesa síðuna. Hægt að fá hana á ensku. Lækningaleyfið kostar milli 10 og 20 þúsund. Fer eftir gengi.

Kennitala og skrásetning á aðsetri í Noregi
Þetta er best að gera 6-8 vikum fyrir fyrsta vinnudag og borgar sig að gera sér sérstaka ferð til að ganga frá því. Ennþá betra er að gera það fyrr. Kennitölu fær maður á ca. 3-5 vikum og eftir það tekur 1-2 vikur að fá skattkort. Án kennitölu og skattkorts er maður nobody í Noregi – fær ekki farsímanúmer, bankareikning, heimasíma eða ráðningarsamning. Svo ekki sé nú talað um aðgang að tölvukerfum eða laun.
Heimasíða skattsins og íbúaskrár er: www.skatteetaten.no.

Læknafélagið
Til að leggja stund á sérnám í Noregi margborgar sig að vera félagi í læknafélaginu hér. Til þess þarf maður að vera með norska kennitölu og norskt lækningaleyfi. Læknafélagið heldur utan um kúrsa sem fylgja sérnámi og eru skylda hér í Noregi. Ég hef sterkan grun um að maður verði að vera félagi til að taka kúrsana en það kemur af sjálfu sér að þetta margborgar sig. www.legeforeningen.no

Búslóðaflutningar
Eimskip og Samskip flytja bæði búslóðir til Noregs. Búslóðir frá Íslandi koma á u.þ.b. 10-14 dögum eftir því hvenær maður setur í gáminn í samhengi við vikulegar ferðir. Mig minnir að gámur sem fer út á fimmtudegi þurfi að berast skipafélaginu í síðasta lagi á mánudegi. Ferðirnar eru vikulega hjá báðum félögum. Kostnaður við 20 feta gám er milli 300 og 400 þúsund með tryggingum.

Norðmenn eru almennt mjög vingjarnlegir og gestrisnir. Þeir eru mjög hrifnir af Íslandi og Íslendingum. Þeir tala góða ensku og eru duglegir að hjálpa manni með norskuna sem er vel að merkja mjög auðvelt tungumál að læra. Þeir eru mikið útivistarfólk og aðstaða til útivistar leyfi ég mér að fullyrða að sé hvergi betri. Garðar og skóglendi umlykur í það minnsta Osló og sjaldan er meira en 5 km í næstu skíðabrekku eða útivistarsvæði.

USA

SIGURDÍS HARALDSDÓTTIR | 20. JANÚAR 2008 15:07
Hér kemur smá samantekt um USMLE-prófin sem ég tók árið 2006 - skrifa svo seinna um umsóknarferlið. Reyndar gæti eitthvað hafa breyst - (ég held t.d. að þeir sendi ekki lengur appelsínugula miða heim heldur sendi það í gegnum netið)
Step 1 kostar um 50.000,- kr. en ég tók step 2 clinical skills (verklega
prófið) + clinical knowledge (skriflega prófið) saman og það kostaði um
150.000,- kr. Svo þetta er 200.000,- kr. pakki.
Step 1 + step 2 clinical knowledge er hægt að taka í Evrópu en clinical
skills verður að taka í USA. Bara hægt að taka það í 4 eða 5 borgum þar,
því er mjög langur biðlisti í það próf og þarf að panta með a.m.k. 6
mánaða fyrirvara yfirleitt. Ég myndi því fara að skipuleggja snemma. Myndi
einnig hiklaust taka step 2 CS + CK saman þar sem er nákvæmlega sama
lesefni fyrir þessi próf, gjarnan með 1-2 dögum á milli prófa. Daginn fyrir CS kíkti ég aðeins yfir
uppbygginguna á því prófi, þ.e. algengustu spurningar, uppbygging á
amerískri dagnótu, svo eru ýmis praktísk atriði sem er gefið fyrir s.s.
hvort maður þvoi sér um hendur, kynni sig o.s.frv. Tók step 1 í London.

Hvað varðar síður þá bókarðu þig í prófið í gegnum:
http://ecfmg.org/
Þar fer maður í "apply for examination" og þá senda þeir manni kóða via
e-mail til að geta skráð sig inn á síðuna. Þar með getur maður t.d. séð
hvenær er laust í step 2 CS. Maður greiðir svo ekkert fyrr en maður pantar
prófið sjálft. Eftir að þú hefur pantað prófið í gegnum þessa síðu senda
þeir heim appelsínugult blað með kóða sem þú þarft að gefa upp þegar þú
pantar sjálfa staðsetninguna + dagsetninguna á prófinu. Athugaðu að það
getur tekið allt að 4-6 vikur að fá þetta sent heim og fyrr geturðu ekki
bókað prófið sjálft.
Staðsetningu + dagsetningu fyrir step 1 + step 2 CK pantarðu í gegnum síðuna:
http://www.prometric.com/Candidates/default.htm
Þar geturðu séð nákvæmlega hvaða test centerin eru staðsett, eru t.d. 2
center í London.
Step 2 CS pantarðu beint í gegnum:
http://ecfmg.org/

Í fyrsta skipti sem þú pantar próf þarf skrifstofa læknadeildar að senda
staðfestingu á því að þú hafir klárað læknadeild og þetta er því nokkurt
maus. Þarf að fara með passamyndir til þeirra og fylla út alls konar form.
Er svo minna mál í seinna skiptið, þarf ekki að endurtaka þetta skref þá.

Hvað varðar bækur þá er algjört must að kaupa step 1/step 2 first aid
bókina. Ég glósaði allt í þessa bók, hún fer í gegnum helstu atriði sem
spurt er um í hinum og þessum fögunum. Aftast í þeirri bók eru allar
helstu upprifjunarbækur rankaðar og ég fór mikið til eftir því þegar ég
keypti bækur fyrir þetta. Fyrir step 2 las ég blueprints í flestum
fögunum, var reyndar heldur grunn í medicin en fín í öðru. Svo er
nauðsynlegt að kaupa sér aðgang að spurningabanka á netinu og byrja nógu
snemma í því.

Eftirfarandi er bestur og settur nákvæmlega upp eins og prófið:
www.kaplanmedical.com
Ég keypti aðgang að honum fyrir step 1, frábært því þá var maður kominn í
algjöra rútínu með að nota þetta format fyrir prófið og þurfti ekkert að
vera að stressa sig á því.
Hins vegar er hann talsvert dýr og í step 2 notaði ég usmleworld.com sem var
mjög góður en formatið ekki alveg eins og í prófinu.
Hvað varðar tímaramma þá las ég í mánuð með vinnu fyrir step 1 og tók svo
frí í 3 vikur og var eingöngu að lesa á fullu. Fannst það svona nokkurn
veginn duga, hefði þó viljað lesa í 2 mánuði með vinnu. Þarf að leggja
mesta áherslu á pathology og physiologiu, svo er líka gaman að lesa vel
pharmacologiu. Myndi legga litla áherslu á anatomiu, er almennt talin
low-yield fag. Mesta böggið fannst mér hins vegar vera biochemistry, þetta
fag var löngu gleymt og grafið og erfitt að rifja það upp á stuttum tíma
þar sem það er svo flókið. Gekk langverst í því, nauðsynlegt að vera með
e-a stutta góða upprifjunarbók sem ég klikkaði á, var með Lippincott sem
er alltof löng.

Las í 2 mánuði með vinnu fyrir step 2, það var alveg nóg og virkilega
skemmtileg upprifjun.