Á síðasta aðalfundi var samþykkt eftirfarandi ályktun:

"Aðalfundur FAL haldinn í Reykjavík 15. október 2011 beinir því til stjórnar félagsins að skipa nefnd til að endurskoða lög félagsins frá grunni. Skal nefndin einkum endurskoða þá kafla laganna er snúa að nefndum FAL og verksviði stjórnar. Skal vinnu nefndarinnar vera lokið fyrir aðalfund FAL 2012 og ef tillögur að lagabreytingum eru viðamiklar að mati nefndarinnar skal boða til auka-aðalfundar þar sem lagabreytingatillögur verða eina dagskráratriðið."

Í nefndinni sitja félagsmenn FAL, ásamt formanni félagsins.
Stjórn FAL óskar eftir framboðum í nefndina, sem mun starfa í samstarfi við lögfræðing LÍ.
Nefndin skal skila fullmótuðum niðurstöðum til stjórnar FAL, fyrir 1. september 2012.

Framboð berist til formanns á formadur@fal.is fyrir 1. júní n.k.

Sumarkveðjur,
Ómar Sigurvin
Formaður FAL

Stjórn skrifaði fyrir næstum 8 árum