Í kjölfar viðtals við velferðarráðherra í Kastljósi, 20. september 2012, vill stjórn Félags almennra lækna koma eftirfarandi á framfæri:

Sú mynd sem ráðherra dregur upp af launum og stöðu lækna á Íslandi er kolröng.
Almennir læknar eru um 15% starfandi lækna á Íslandi.
Læknar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum hvað varðar launaþróun og eru almennir læknar með 6 ára háskólanám með 330.009 krónur í byrjunarlaun.
Það er sjálfsögð krafa að Velferðarráðherra landsins kynni sér laun og starfsaðstæður lækna á Landspítala, sem og annars staðar. Almennir læknar eru tilbúnir að senda ráðherra launaseðla sína, ef það gæti hjálpað til.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar FAL,

Ómar Sigurvin,
Formaður FAL

Stjórn skrifaði fyrir meira en 7 árum