Ágætu félagsmenn!

Fyrir hönd stjórnar FAL boðar undirritaður til aðalfundar félagsins, skv. lögum félagsins (8. gr). Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum, er gert ráð fyrir að væta kverkarnar og slíta dansskónum!

Fundartími: Föstudagurinn 13. september n.k. kl. 20
Fundarstaður: Auglýstur síðar

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins (9.gr)
1. Skýrsla stjórnar
2. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins fyrir hið liðna reikningsár.
3. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
4. Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta ár.
5. Kosning stjórnar og meðstjórnar samkvæmt 11. grein.
6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Afgreiðsla lagabreytinga og ályktana.
8. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga, ályktana eða stjórnarkjörs skulu sendar stjórn félagsins a.m.k. 10 dögum fyrir fundinn.

Stjórn FAL skal birta félagsmönnum eftirtalin gögn minnst 1 viku fyrir aðalfund:
1. Skýrslu stjórnar
2. Ársreikning liðins ár
3. Fjárhagsáætlun
4. Tillögur til lagabreytinga
5. Tillögur til ályktana
6. Tillögur um stjórnarkjör
7. Önnur mál sem borist hafa

Allir félagsmenn FAL eiga rétt á að sitja aðalfund með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti.

Sérstaklega er óskað eftir framboðum til stjórnar, þar sem útlit er fyrir að stærsti hluti stjórnarinnar gefi ekki kost á sér, af ýmsum ástæðum.

Næsti vetur verður án efa mjög spennandi og skemmtilegur og nóg að gera fyrir gott fólk.

Varðandi framboð til stjórnar:
Stjórn félagsins skipa 11 félagsmenn; formaður, ritari (sem jafnframt er varaformaður), gjaldkeri og 6 meðstjórnendur, ásamt tveimur fulltrúum úr hópi 5. og 6. árs læknanema. Fulltrúar læknanema í stjórn FAL eru valdir af stjórn Félags læknanema og hafa þeir atkvæðisrétt á stjórnarfundum FAL. Aðrir stjórnarmeðlimir eru kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. Kjósa skal formann sérstaklega, síðan ritara, næst gjaldkera og loks meðstjórnendur alla í einu lagi. Leyfilegt er að tilkynna framboð á aðalfundi. Séu fleiri en tveir í framboði og falli atkvæði að jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði hlutu. Falli atkvæði aftur að jöfnu, eða hafi tveir verið í kjöri og atkvæði fallið að jöfnu, skal hlutkesti ráða. Ef einhver fundarmanna óskar þess skulu kosningar vera skriflegar. Forfallist maður úr stjórn félagsins, tilnefnir stjórn mann í hans stað úr hópi félagsmanna og þarf tilnefning hans ekki að bera undir aðalfund.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn skrifaði fyrir meira en 6 árum