Sæl öll,

Nú styttist óðum í Læknadaga! Við í fræðslunefnd FAL höfum venju
samkvæmt komið að skipulagningu þeirra, og vonumst til að þar verði
eitthvað við allra hæfi.

Nú í ár mun fræðslunefnd FAL í fyrsta sinn standa fyrir heilum
þemadegi á Læknadögum, sem er opnunardagurinn mánud. 20. jan. Í
samstarfi við Næringarstofu HÍ höfum við skipulagt þema um næringu í
sem víðustu samhengi. Markmiðið er að hafa þetta praktískt, fræðandi
og skemmtilegt, með markhópinn almennir læknar og heimilislæknar.
Á þessum þemadegi verður ýmislegt tekið fyrir: Við munum kynnast því
hve mikið er að marka næringarráðleggingar, hvað er raunverulega vitað
um tískubylgjur í mataræði (LKL, mettuð vs. ómettuð fita etc.), og
hvaða áhrif fæða getur haft á krabbamein og ADHD svo fátt eitt sé
nefnt.

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur vel Læknadaga, og sérstaklega til
að mæta á þennan frábæra þemadag FAL!

F.h. fræðslunefndar FAL,
Össur Ingi Emilsson

Stjórn skrifaði fyrir u.þ.b. 6 árum